STÆR2AL03 - Stærðfræði fyrir sláturiðn

algebra

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Grunnskólapróf eða ígildi þess. Raunfærnimat.
Í áfanganum er lögð áhersla á tölur og talnareikning, vaxtareikning skiptireikning, prósentur og veldi. Nemendur læra að gera einfaldar kostnaðaráætlanir, þjálfast í að leita leiða til að minnka kostnað og gera launaútreikninga. Nemendur læri að nota töflureikninn Excel og önnur forrit við útreikninga.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Þekki vægi rýrnunar í kostnaði fyrirtækja.
 • hvernig kostnaðarverð, álagning, virðisaukaskattur og söluverð er reiknað.
 • hvernig hægt er að reikna út og áætla helstu þætti kostnaðar.
 • hvernig hægt er að reikna út helstu þætti í einföldum viðskiptaáætlunum.
 • notkun töflureiknis við gerð áætlana og útreikninga.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • reikna kostnaðarverð, álagningu, virðisaukaskatt og söluverð.
 • Áætla og reikna út helstu þætti kostnaðar.
 • breyta á milli eininga við útreikninga.
 • nota töflureikni og fleiri forrit við gerð áætlana og við útreikninga.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • beita trú á eigin getu við úrlausn viðfangsefna og vinnubrögðum stærðfræðinnar við raunverulegar aðstæður s.s við launaútreikninga og að reikna út rýrnun.
 • beita fræðilegum vinnubrögðum í stærðfræði við áframhaldandi nám og störf.
Nánari upplýsingar á námskrá.is