Hráefnisfræði fyrir slátrara
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Enginn
Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþekkingu í ræktun á íslensku búfé, áhrif fóðrunar á gæði og líffærafræði sláturdýra. Í áfanganum er fjallað um uppbyggingu vöðva og vöðvaheiti. Rætt er um heilbrigðis- og gæðamat á kjöti og heilbrigðisstimplun.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppruna íslensks búfjár og helstu búfjársjúkdómum
- Áhrifum fóðrunar á gæði kjöts.
- beinabyggingu búfjár og vöðvategundum
- tilgangi heilbrigðis- og gæðamats.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- beita viðurkenndum aðferðum skv. lögum og reglum við kjötmat.
- framkvæma gæðamat á kjöti.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna samkvæmt góðum starfsháttum í sláturhúsum og matvælafyrirtækjum með hliðsjón af lögum og reglugerðum hvað varðar dýravernd, meðferð sláturdýra, flutningi á sláturdýrum og aðferðum við slátrun.
- vinna samkvæmt gæðakerfi haccp, gÁmes og íslenskri matvælalöggjöf.
- leiðbeina nemendum um rétt vinnubrögð hvað varðar mat á kjöti.
Nánari upplýsingar á námskrá.is