ÖRFÉ1PL02 - Öryggis og félagsmál

plastiðnir, Öryggis- og félagsmál

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Í þessum áfanga er farið yfir öryggismál almennt. Fjallað er um hollustuhætti og vinnuvernd, meðferð hættulegra efna, einkum plastefna, vinnustellingar (hreyfifræði), atvinnusjúkdóma, helstu orsakir vinnuslysa og hvernig brugðist er rétt við á slysstað. Kynnt eru samtök iðnnema, sveina og meistara. Farið er yfir námskrá og gildandi lög og reglugerð um iðnfræðslu. Fjallað er um helstu atriði gildandi kjarasamninga og ákvæðistaxta. Útfylltar eru tímaskýrslur og einfaldir launaútreikningar gerðir.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • þeim reglum sem gilda um hollustuhætti og vinnuvernd
 • mikilvægi réttrar meðferðar á hættulegum efnum
 • helstu orsökum vinnuslysa og viðbrögðum við þeim
 • helstu samtökum iðnnema, sveina og helstu atriðum gildandi kjarasamninga og ákvæðistaxta
 • grunnatriðum við útreikning launa

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • setja upp áætlun um hollustuhætti og vinnuvernd á vinnustað
 • setja upp áæltun um rétta meðferð og geymslu hættulegra efna
 • framkvæma einfalda launaútreikninga
 • gera grein fyrir helstu atriðum gildandi kjarasamninga

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • tryggja, öryggi á vinnustað og sjá til þess að ákvæðum um hollustuhætti sé framfylgt
 • útskýra ákvæði kjarasamninga og lesa úr launaseðlum
 • framkvæma einfalda launaútreikninga
Nánari upplýsingar á námskrá.is