BÓKF2DR05 - Bókfærsla 2

Dagbók og reikningsjöfnuður

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: BÓKF1DH05
Kunnátta nemenda á bókhaldi er dýpkuð með flóknari færslum og kynningu á nýjum reikningum. Farið er yfir bókanir sem varða innflutning, tollafgreiðslu, greiðslu virðisaukaskatts í tolli, kostnað og fyrirkomulag við geymslu á vörum í tollvörugeymslu. Einnig er farið yfir færslur í launabókhaldi. Uppgjörsfærslum er haldið áfram, bæði í gegnum aðalbók og reikningsjöfnuð. Kenndar eru bókanir í sambandi við stofnun og slit fyrirtækja, breytingar á réttarformi, samruna og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • þeim lögum sem í gildi eru um toll og virðisaukaskatt
 • lögum um tekju- og eignaskatt einstaklinga
 • helstu innflutningskjölum vegna tollafgreiðslu og virðisaukaskatts
 • færslu launabókhalds varðandi skil á staðgreiðsluskatti, framlgi í lífeyrissjóð og félagsgjald.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • færa færslur vegna innflutnings
 • færa færslur vegna verðbréfaviðskipta
 • færa færslur vegna stofnunar og slita fyrirtækja
 • færa færslur vegna launagreiðslna og geta reiknað afdregna staðgreiðslu, félagsgjald og gjöld í lífeyrissjóð
 • færa færslur sem eru tengdar hlutabréfaeign, arði, gengisbreytingum og jöfnunarhlutabréfum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • leysa af hendi færslu á bókhaldi í litlu fyrirtæki
 • gera sér grein fyrir afkomu fyrirtækis. hvort er hagnaður eða tap
Nánari upplýsingar á námskrá.is