ÍÞRÓ1SS02 - Snerpa og samhæfing

samhæfing, snerpa

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: ÍÞRÓ1UÞ02 og ÍÞRÓ2SL03
Áfanginn er bæði fræðilegur og verklegur þar sem aðaláhersla er á og mest er unnið með eftirfarandi atriði. Fjallað er um kerfisbundna grunnþjálfun, snerpu og hraðaþjálfun og hvernig megi bæta þessa þætti. Einnig er fjallað um tækni og samhæfingu í íþróttum. Að auki er fjallað um skipulagningu þjálfunar sem miðar að því að nemendur fái alhliða hreyfireynslu sem reyni á alla helstu vöðvahópa líkamans þar sem fjölbreytni og ánægja er höfð að leiðarljósi. Ofangreind atriði verður að mestu unnið með verklega og þau kynnt fyrir nemendum með verklegum æfingum, en jafnframt verður fræðileg innlögn og nemendur fá fræðileg verkefni tengd umræddum atriðum sem þeir þurfa að standa skil á. Í verklegu tímunum verður fjölbreytnin höfð að leiðarljósi – nemendur glíma við fjölbreytt verkefni sem á einn eða annan hátt tengjast þeim þáttum sem að ofan getur. Í einhverjum verklegum tímum býðst nemendum að velja sér viðfangsefni eftir áhugasviðum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grunnþjálfun sem hugtaki í þjálfun
  • hugtökunum snerpa og hraði
  • hugtökunum samhæfing og tækni
  • hvíld og gildi endurheimtar fyrir þjálfun
  • gerð þjálfáætlana

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta eigið líkamsástand
  • útbúa æfingaáætlun sem miðast við að bæta grunnþættina þrjá, þol, styrk og liðleika
  • útbúa æfingaáætlun sem miðast við að auka auka snerpu og hraða
  • tileinka sér nýja tækni í íþróttum

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • framkvæma æfingaáætlun sem miðast við að auka auka snerpu og hraða
  • nýta sér upplýsingatækni við alhliða líkams- og heilsurækt og mat á eigin heilsu
  • takast á við viðfangsefni sem bæta tækni í íþróttum
  • framkvæma æfingaáætlun sem miðast við að bæta almennt líkamsástand viðkomandi
Nánari upplýsingar á námskrá.is