HAGF2ÞI05 - Þjóðhagfræði

inngangur, Þjóðhagfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LÍFS1FL02
Hringrás efnahagslífsins er útskýrð og fjallað um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Helstu vandamál efnahagslífsins svo sem verðbólga, atvinnuleysi, viðskiptahalli, erlend og innlend skuldasöfnun eru tekin til skoðunar og farið er yfir kenningar um orsakir þeirra og leiðir til lausnar vandans eru ræddar. Fjallað verður um hlutverk Seðlabankans. Nemendur fá þjálfun í að lesa úr línuritum og innsýn í notkun vísitalna og fleiri algengar aðferðir við vinnslu á hagfræðilegum upplýsingum. Fylgst er með efnahagsmálaumræðu í fjölmiðlum, á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu einkennum markaðshagkerfis, blandaðs hagkerfis og miðstýrðs áætlanahagkerfis
  • lögmálinu um minnkandi afrakstur í framleiðslu
  • að skýra þann mun sem er á vergum og hreinum hagstærðum, þjóðarframleiðslu, landsframleiðslu, markaðsverði og þáttarverði
  • að reikna þjóðhagsstærðir á föstu verðlagi og hlutfallslegar breytingar á milli ára helstu umsvifum í hinu opinbera efnahagslífi
  • greiðslujöfnuði
  • vandamálum í efnahagslífinu: verðbólgu, atvinnuleysi og erlendum skuldum
  • hagfræði sem fræðigrein, meginviðfangsefnum hennar og grunndvallarspurningum
  • lögmálum markaðarins, framboði og eftirspurn, meginþáttum verðmyndunar á markaði
  • utanríkisviðskiptum, kenningum um hlutfallslega yfirburði og algjöra yfirburði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota framboðs- og eftirspurnarlínurit til að skoða þróun á markaði
  • leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál
  • tengja undirstöðuþekkingu í þjóðhagfræði við þróun efnahagsmála
  • nýta sér upplýsingatækni og netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í daglegri efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði
  • leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál
  • tengja undirstöðuþekkingu í þjóðhagfræði við þróun efnahagsmála
Nánari upplýsingar á námskrá.is