LÍFS1AN03 - Almenn lífsleikni og nýnemafræðsla

Almenn lífsleikni og nýnemafræðsla

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Áfanginn er ætlaður öllum nýnemum og er ætlast til að nemendur taki áfangann á fyrstu önn. Í áfanganum læra nemendur á nýja skólann, kynnast skólaumhverfinu, því námi sem þar fer fram og þeim leiðum sem geta hjálpað til við nám. Farið er í gegnum ýmis atriði sem hjálpa nemendum að fóta sig í framhaldsskóla, svo sem námstækni, notkun á bókasafni og fleira. Einnig verður farið yfir efni sem tengist því að auka sjálfsmynd nemenda, samskipti, tjáningu, sorg og sorgarviðbrögð, réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • skólanum og umhverfi hans
 • því námi og þeim námsmöguleikum sem í boði eru
 • góðum vinnubrögðum, námstækni og mikilvægi markmiðssetninga
 • helstu hugtökum sem tengjast sjálfsmynd og þekkingu og skilningi á eigin persónu
 • því hvernig skal undirbúa og flytja munnleg erindi við mismunandi aðstæður
 • því félagslífi sem í boði er

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • gera námsáætlun
 • beita námstækni
 • nýta sér það félagslíf sem í boði er
 • tjá sig fyrir framan nemendahópinn
 • rýna í eigin sjálfsmynd og meta eigin stöðu
 • nýta sér góð vinnubrögð, góða námstækni og setja sér raunhæf markmið
 • skoða námsframboð og námsleiðir og tengja áhugasvið við náms- og starfsval

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • velja sér leið gegnum framhaldsskólakerfið og búa til námsáætlun fyrir nám að loknum framhaldsskóla
 • flytja mál sitt á sannfærandi og öruggan hátt
 • vera meðvitaður um styrkleika sína
Nánari upplýsingar á námskrá.is