LÍFF3VF05 - Vistfræði

vistfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LÍFF2AL05
Þessum áfanga er ætlað að veita nemendum yfirlit yfir vistfræðina sem fræðigrein, aðferðafræði hennar og viðfangsefni. Fjallað er um uppbyggingu vistkerfa og mótun þeirra, tengsl lífveranna innbyrðis og við lífvana umhverfi, orkuflæði vistkerfa og efnahringrásir. Lögð er áhersla á íslenska náttúru og helstu gerðir vistkerfa sem finnast hér á landi og í sjó. Fjallað er um sjálfbæra nýtingu nytjastofna og annarra auðlinda, og mikilvægi þess að farið sé með gát við nýtingu, til að komist verði hjá óæskilegum afleiðingum af athöfnum mannsins.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu vistfræðinnar og tengslum hennar við aðrar fræðigreinar.
  • helstu hugtökum vistfræðinnar.
  • uppbyggingu og mótun vistkerfa.
  • orkuflæði og efnahringrásum í vistkerfum.
  • sérstöðu Íslands vegna landfræðilegrar legu og eldvirkni.
  • sjálfbærri nýtingu auðlinda.
  • gildi náttúruverndar.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita hugtökum vistfræðinnar á skilmerkilegan hátt í rökrænu samhengi.
  • kynna sér vistfræðilegar upplýsingar í máli og myndum.
  • þekkja einkenni ólíkra vistkerfa.
  • fjalla um álitamál sem varða íslenska náttúru.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • fjalla um vistfræði á gagnrýninn hátt og velta upp ólíkum sjónarmiðum og lausnum.
  • geta tekið ábyrga og rökstudda afstöðu til vistfræðilegra þrætumála.
  • tengja þekkingu sína á vistfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar.
  • taka ábyrgð á gjörðum sínum m.t.t. náttúrulegs jafnvægis og sjálfbærni.
  • afla sér frekari þekkingar á vistfræðilegum viðfangsefnum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is