SAGA1OI05 - Íslands og mannkynssaga fram til 1800

Íslands og mannkynssaga I

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Helstu menningarríki fornaldar er tengjast þróun lýðræðis á Vesturlöndum og samfélag miðalda í Evrópu, víkingaöld og upphaf Íslandsbyggðar. Stjórnarhættir á Íslandi, trúarbrögð á miðöldum, átök um landið á 13. öld, norsk stjórn og síðan dönsk. Endurreisn í Evrópu, könnun heimsins, breytingar á trúarsiðum, stjórnarfari og efnhagsmálum. Upplýsingin á 17. og 18. öld og áhrif hennar erlendis og hér á landi. Unnið með sögulega texta, hugtök og atburði og greint, einnig búinn til rammi til staðsetningar í tíma og rúmi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • völdum þáttum í sögu vesturlanda frá fornöld til um 1800
  • helstu menningarríkjum í fornöld og upphafi lýðveldis og lýðræðis
  • upphafi Íslandsbyggðar og völdum þáttum úr sögu Íslands fram til 1800
  • nýjum trúar og menningarhugmyndum á vesturlöndum eftir 1400
  • könnun evrópubúa á öðrum heimshlutum og áhrifum þess
  • hugmyndum um verslun og hagkerfi 17. og 18. aldar
  • þróun stjórnarfars og hugmynda um það á vesturlöndum fram til 1800
  • upplýsingunni og áhrifum hennar erlendis og á Íslandi

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna með einfalda sögulega texta
  • greina texta á gagnrýninn hátt
  • vinna með söguleg hugtök og atburði

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • mynda sér sögulegan ramma til að staðsetja sig í tíma og rúmi sögunnar
  • miðla sögulegri þekkingu sinni til samnemenda og annarra
  • skrifa einfaldann sögulegan texta
Nánari upplýsingar á námskrá.is