UPPT1UT05 - Upplýsingatækni og tölvunotkun

tölvunotkun, upplýsingamennt

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er farið í notkun póstforrita og samskiptaneta, Farið er í notkun forrita til að vinna með texta og í notkun forrita, til dæmis töflureikna, til að vinna með töluleg gögn, Fjallað er um aðferðir við að leita upplýsinga, sía úr, meta og vinna úr upplýsingum. Fjallað er um miðlun upplýsinga og kynnt forrit til að miðla upplýsingum. Farið er í reglur um höfundarétt og kennd er meðferð heimilda. Fjallað er um örugg netsamskipti og siðferði á netinu. Áhersla er á verkefnavinnu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu póst- og samskiptanetum
 • flóknum aðgerðum í helstu forritum til framsetningar og miðlunar á texta
 • umhverfi og möguleikum töflureiknis og meðferð tölulegra gagna
 • upplýsinga- og menningarlæsi og mikilvægi þess (þróað læsi)
 • höfundarétti og notkun heimilda
 • siðfræði og siðferði internetsins (upplýsinga- og tölvusiðfræði)

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • nota markvisst póst- og samskiptanet
 • móta og setja fram texta á ýmsan máta og átta sig á læsileika hans
 • fara með töluleg gögn og setja þau fram
 • framkvæma flóknari aðgerðir í helstu forritum skrifstofuhugbúnaðar svo sem ritvinnslu, glærugerð og töflureikni
 • fara með heimildir og framsetningu þeirra
 • nýta netsamskipti á öruggan hátt
 • nota sjálfstæð vinnubrögð

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • meta, varðveita, skapa og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt (upplýsingalæsi)
 • vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla að læsileika hans
 • vinna með heimildir eftir viðteknum venjum þar að lútandi og virða höfundarétt í vinnu með gögn af ýmsum toga
 • setja upp heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnisyfirlit, mynda- og töfluyfirlit
 • setja upp viðskiptabréf/formbréf og nýta til þess tilbúin sniðmát
 • vinna með töluleg gögn, móta þau og setja fram á myndrænan hátt
 • nýta möguleika töflureiknis til útreikninga á flókinn máta
 • stunda örugg netsamskipti og sýna þar gott siðferði
 • vinna sjálfstætt að verkefnum og nýta borð-/far-/spjaldtölvu og snjallsíma sem tæki í námi og starfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is