körfuknattleikur
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Áfanginn er bóklegur, fræðilegur og verklegur. Farið er í helstu grundvallaratriði kennslufræðinnar með það að markmiði að nemandinn læri að nýta þau til að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriðin í körfuknattleik. Áhersla er á tæknikennslu og kennslu í leikfræði og að nemendur læri helstu leikreglur körfuboltans. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grunnfærni í greininni og lögð er áhersla á að leikurinn sé kenndur á leikrænan og skemmtilegan hátt.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- leikreglum körfuknattleiksins
- því hvernig á að leiðbeina yngstu iðkendunum í körfuknattleik.
- kennslu tækniæfinga í körfuknattleik.
- skipulagningu körfuknattleiksþjálfunar fyrir yngstu aldurshópana
- fjölbreyttum leik- og tækniæfingum fyrir körfuboltaþjálfun
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leiðbeina byrjendum í körfuknattleik.
- nota körfuknattleik sem skólaíþrótt.
- spila körfuknattleik og framkvæma helstu tækniatriði leiksins
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skipuleggja kennslu og þjálfun fyrir yngstu iðkendurna
- stjórna hóp barna þar sem virknin og leikgleðin er höfð að leiðarljósi
- átta sig á ólíkri getu einstaklinganna og finna þeim verkefni við hæfi
Nánari upplýsingar á námskrá.is