ÍÞRG2FÍ03 - Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Áfanginn er bóklegur, fræðilegur og verklegur. Farið er í helstu grundvallaratriði kennslufræðinnar með það að markmiði að nemandinn læri að nýta þau til að kenna byrjendum undirstöðuatriðin í frjálsum íþróttum. Áhersla er á tæknikennslu og að nemendur tileinki sér grunntækni sem flestra greina frjálsra íþrótta og geti jafnframt miðlað þeim til barna og byrjenda í greininni. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grunnfærni í sem flestum greinum frjálsra íþrótta og lögð er áhersla á að hafa áfangann bæði leikrænan og skemmtilegan.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • að leiðbeina börnum á mismundandi aldri í frjálsum íþrótum
 • grunntækni frjálsra íþrótta
 • skipulagi þjálfunar fyrir börn og unglinga
 • leikreglum sem gilda í greinum frjálsra íþrótta
 • helstu þjálfunaraðferðum
 • mikilvægi fjölbreyttra tækni- og leikæfinga við þjálfun frjálsra íþrótta

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • búa til tímaseðla fyrir mismunandi aldur og getu
 • beita mismunandi þjálfunaraðferðum með ákveðin markmið að leiðarljósi svo sem þol, kraft og tækni
 • stunda frjálsar íþróttir sér til heilsubótar og ánægju
 • framkvæma grunntækni sem flestra greina frjálsra íþrótta

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • geta þjálfað yngri iðkendur og byrjendur í frjálsum íþróttum
 • geta útbúið tímaseðla sem hæfa getu yngri iðkenda og byrjenda í greininni
 • geta kennt börnum rétta grunntækni í sem flestum greinum frjálsra íþrótta
 • geta beitt fjölbreyttum aðferðum við þjálfun frjálsra íþrótta
Nánari upplýsingar á námskrá.is