SLÁT2GP04 - Grófbrytjun og pökkun

Grófbrytjun og pökkun

Einingafjöldi: 4
Þrep: 2
Markmið áfangans er að nemendur fái undirstöðuþekkingu í pökkun á kjöti og kjötafurðum. Fjallað er um mismunandi geymsluaðferðir með tilliti til áhrifa aðferðanna á gæði vörunnar. Teknar eru fyrir gerðir pökkunarvéla, sjálfvirkar og handvirkar, mismunandi gerðir filma úr plastefnum, eiginleikar þeirra, meðferð, lokun og þéttleiki. Aðrar gerðir umbúða s.s kassar og bakkar, eigileika þeirra, meðferð, pökkun og geymsluþol ásamt merkingum er skoðað. Áhersla er lögð á að fylgjast með nýjungum á markaði.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • Ólíkum gerðum pökkunarvéla, sjálfvirkum og handvirkum
  • pökkun kjöts og annarra sláturafurða, merkingum og áhrifum pökkunar aðferða á geymsluþol.
  • mismunandi gerðum af plastfilmum, eiginleikum þeirra, meðferð, lokun og þéttleika.
  • Öðrum umbúðum, t.d. bökkum og kössum, pökkun og geymsluþol.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • beita viðurkenndum aðferðum við pökkun á kjöti og kjötafurðum með plastfilmum.
  • beita viðurkenndum aðferðum við merkingu á kjöti og kjötafurðum. merkingar séu í samræmi við lög og reglugerðir um merkingar matvæla.
  • beita viðurkenndum aðferðum við pökkun á kjöti og kjötafurðum í aðrar umbúðir en plastfilmur s.s í kassa og bakka.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna samkvæmt góðum starfsháttum í sláturhúsum og matvælafyrirtækjum með hliðsjón af lögum og reglugerðum hvað varðar dýravernd, meðferð sláturdýra, flutningi á sláturdýrum, aðferðum við slátrun, merkingar matvæla og íslenskri matvælalöggjöf.
  • vinna samkvæmt haccp.
Nánari upplýsingar á námskrá.is