UMFE1SC01 - Umferðarfræði 2 fyrir starfsbraut

Umferðarfræði 2

Einingafjöldi: 1
Þrep: 1
Haldið er áfram að kenna samkvæmt námsskrá til undirbúnings almenns ökuprófs. Helstu þættir námsefnisins eru: Bíllinn og umhirða hans, mannlegi þátturinn, vegurinn og umhverfi hans, umferðarmerki, umferðarlög, vegakerfið, umferðarhegðun og akstur við mismunandi aðstæður. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf. Haldið er áfram með notkun á Netinu við öflun á fræðsluefni og verkefnum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • flokkum ökuréttinda og takmörkum þeirra
 • helstu refsingum við umferðarlagabrotum
 • reglum um gerð og búnað ökutækja
 • reglum um öryggisbúnað og skoðun ökutækja
 • mikilvægi mannlega þáttarins í umferðinni
 • umferðarmerkjum, öðrum umferðarmerkingum og umferðarstjórn
 • áhrifum áfengis og annarra vímuefna á dómgreind og aksturshæfni
 • hættum sem fylgja akstri við mismunandi aðstæður

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • greina frá helstu flokkum ökuréttinda og aldursmörk sem þeim fylgja
 • greina frá helstu refsingum við umferðalagabrotum
 • lýsa kröfum sem gerðar eru til öryggisbúnaðar ökutækja
 • átta sig á mannlegum takmörkunum í umferðinni
 • varast notkun áfengis og annarra vímuefna í tengslum við akstur ökutækja
 • greina frá hættum sem fylgja akstri við mismunandi aðstæður

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • haga sér með ábyrgum hætti í umferðinni hvort heldur er sem gangandi eða akandi vegfarandi
 • fara eftir og virða umferðarlög og umferðarreglur
 • taka tillit til annarra vegfarenda og sýna þeim tilhlýðilega varúð
 • forðast að valda öðrum vegfarendum óþægindum og hættu í umferðinni
 • undirbúa bóklegt og verklegt ökunám
Nánari upplýsingar á námskrá.is