þátttaka í uppsetningu leiksýningar
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Nemendur kynnast margvíslegum verkefnum sem tengjast uppsetningu leiksýningar. Í upphafi áfangans velja nemendur sér deild til að vinna í en allar deildir hafa það að markmiði að setja upp leiksýningu. Deildirnar geta verið eftirfarandi: Sviðsmynd og leikmunir, búningar, förðun og leikhúsliðar. Nemendur kynnast þeim verkefnum sem þarf að inna af hendi til að gera leiksýningu að veruleika. Áfanganum lýkur með leiksýningu sem sýnd er í nokkur skipti. Sérstök áhersla er lögð á gildi forvarna í víðu samhengi s.s. gegn vímuefnum og félagslegri einangrun.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- ýmsum störfum sem fara fram innan leikhúss.
- mismunandi hlutverki hverrar leikhúsdeildar.
- verkferli deildar sem nemandi velur sér, allt frá grunnhugmynd að fullunnu verki og því hvernig öll verkin eru hluti af leiksýningu.
- því hvað þarf til þess að gera leiksýningu að raunveruleika, allt frá hugmyndavinnu, í gegnum framkvæmd ýmissa verkefna, til fullgerðar leiksýningar.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- finna lausnir sem henta deild viðkomandi nemenda á vandamálum sem kunna að koma upp.
- vinna náið með öðrum nemendum að því að setja upp leiksýningu.
- axla ábyrgð á þeim verkefnum sem lögð eru fyrir hann.
- tjá hugmyndir sínar fyrir framan hóp fólks og framkvæma þær með hópnum.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sýna sjálfstæð vinnubrögð í uppsetningu leiksýningar í samstarfi við aðra nemendur.
- vera virkur í öflun efnis og áhalda fyrir sína deild.
- vera virkur í hugmyndavinnu deildar.
- tileinka sér gott vinnusiðferði í hóp svo hægt sé að vinna að öllum verkefnum sem fyrir liggja á jákvæðan og skapandi hátt.
- geta unnið með öðrum deildum, stjórn leikfélagsins og leikstjóra á jákvæðan, skapandi og gefandi hátt.
Nánari upplýsingar á námskrá.is