þátttaka í uppsetningu leiksýningar
Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Þátttaka í uppsetningu leiksýningar í samvinnu leikhóps. Nemendur kynnast öllu ferlinu við undirbúning sýningar, taka að sér hlutverk eða vinna við aðra þætti, s.s. tónlistarvinnu eða útlitshönnun sýningar. Nemandinn fær markvissa þjálfun og tilsögn í ferlinu. Æfingatímabil verður 6-8 vikur og sýningar í kjölfar þess.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismundandi störfum innan leikhússins
- mismundandi störfum innan leikhússins
- því verkferli sem viðkomandi er hluti af í sýningunni
- því sem þarf til að leiksýning verði frambærileg
- mikilvægi jákvæðra samskipta
- menningarlegu hlutverki sviðslista
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- leita lausna og sýna frumkvæði
- vinna náið með öðrum á uppbyggilegan hátt
- finna til ábyrgðar á viðfangsefnum
- nýta þau verkfæri sem nauðsynleg eru
- tjá sig fyrir framan hóp
- segja skoðanir sínar á hreinskiptinn hátt
- beita virkri hlustun
- taka við fyrirmælum og fara eftir þeim
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- axla ábyrgð á því hlutverki sem hann hefur tekið að sér
- sýna sjálfsaga og vönduð vinnubrögð
- vinna með öðrum á jákvæðan og skapandi hátt
- geta sett sig í spor annarra
- rökræða og komast að niðurstöðu
Nánari upplýsingar á námskrá.is