Inngangur
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum verður fjallað um tölvuleiki í víðu samhengi og skoðað hvernig tölvuleikir tengjast hinum ýmsum greinum. Markmiðið er að gefa nemendum dýpri innsýn í tölvuleiki, þróun þeirra og hlutverk í nútímasamfélagi sem áhugamál, iðnaður og listgrein. Byrjað verður á að fara yfir sögu tölvuleikja og gefa nemendum yfirsýn yfir efnið. Í framhaldinu verða fræðin á bakvið leikina skoðuð og uppbygging þeirra. Nemendur kynnast helstu störfum við gerð tölvuleika. Farið verður í tilgang tölvuleikja, mismunandi virkni spilenda og samanburð við aðra leiki eða afþreyingu. Nemendur kynnast því hvernig kenna má í gegnum tölvuleiki. Í lok áfangans fá nemendur tækifæri til að nýta þekkingu sína til að þróa sína eigin leikjahugmynd og kynna hana fyrir öðrum.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þróun og sögu tölvuleikja
- möguleikum og takmörkunum tölvuleika
- uppbyggingu tölvuleikja og áhrif þeirra í samfélagslegu samhengi
- tilgangi tölvuleikja
- virkni þeirra sem spila tölvuleiki
- störfum við gerð tölvuleikja
- samanburði við aðra afþreyingu
- námi í gegnum tölvuleiki (e.: computer based learning)
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja tölvuleiki við ólík fræðisvið
- virkja hugmyndaflugið á gagnlegan hátt
- að þróa og kynna hugmyndir í samstarfi við aðra
- líta á tölvuleiki frá mismunandi sjónarhornum og í víðu samhengi
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta tekið þátt í verkefnavinnu og umræðu um tilgang tölvuleikja
- kynna eigin vinnu
- geta tekið þátt í verkefnavinnu og umræðu um gerð tölvuleikja
- geta tekið þátt í verkefnavinnu og umræðu um uppbyggingu tölvuleikja
- geta tekið þátt í verkefnavinnu og umræðu um tölvuleiki sem aðferð til náms eða kennslu
Nánari upplýsingar á námskrá.is