EFNM1MT05 - Efnisfræði málmiðna

Efnisfræði málmiðna

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Nemendur fá þekkingu á framleiðslu og vinnslu málma þar sem Fe er uppistaðan. Áhrif kolefnis á Fe-málma. Fjallað er um aðra málma og málmblöndur eins og silfur, eir, látún og fleiri málma. Þá er fjallað um framleiðslu og vinnslu álafurða og legumálma. Fjallað er um suðuhæfni, tæringaþol, tæringavarnir tog- og brotþol málma auk framleiðslu og vinnslu efna úr jarðolíum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • skilgreiningu á járni, stáli, járnsteypu, ryðfríu stáli, áli og örum málmum
 • framleiðslu og vinnslu stáls
 • helstu íblöndunarefnum stáls
 • herslu og afdrátt á stáli
 • mismunandi vinnsluhæfni
 • kostum og ókostum álmelma og ryðfrís stáls
 • suðuhæfni og hitameðferð
 • helstu tæringavandamálum málma og vörnum við þeim
 • álagsprófunum eins og sliti og brotþoli

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • meta hvernig málma er best að nota í mismunandi verkefni
 • segja til um herslumöguleika stáls
 • meta hvort er hagkvæmara að steypa eða smíða hluti úr stáli
 • sjá út mismunandi aðferðir til að álagsprófa málma
 • greina á milli mismunandi málma og málmblenda
 • meta tæringarhættu málma
 • velja suðuaðferðir og hitameðferðir

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • flokka helstu málma og málmblendi eftir tegundun verklega
 • velja efni í eggverkfæri og herða það
 • mæla slitþol málma og bera saman við töflur
Nánari upplýsingar á námskrá.is