fallmyndun, fríhendisteikning, teikniskrift, ásmyndun
Einingafjöldi: 7
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Farið er yfir helstu teikniaðferðir eins og flatarteikningu, fallmyndun, ásmyndun, yfirborðsútflatningar og fríhendis teikningu. Notkun teikniáhalda og mælitækja. Lestur vinnuteikninga.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mismunandi teikniaðferðum
- gerð útflatninga á einföldum smíðahlutum
- upplýsingamiðlun með teikningum
- lestri teikninga
- notkun teikni- og mæliáhalda
- frágangi á vinnuteikningum
- gerð útflatninga af einföldum smíðahlutum
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- lesa teikningar
- gera útflatninga af einföldum smíðahlutum
- málsetja teikningar þannig að aðrir geti smíðað eftir þeim
- teikna smíðahlut fríhendis og málsetja hann þannig að viðunandi sé
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- nýta teiknikunnáttu í starfi
- miðla upplýsingum á teikniformi
- vinna samkvæmt þeim stöðlum sem gilda um frágang teikninga
Nánari upplýsingar á námskrá.is