MIG-MAG suða
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: MLSU1RS03 og MLSU1LS03
Nemendur læri MIG/MAG suðu í efnisþykktum 2-6mm. Nemendur læri grunnfærni í suðuaðferðum og þeir þekki muninn á suðuaðferðum kostum þeirra og göllum. Þeir geti soðið stál, ryðfrítt stál og ál.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- suðubúnaði fyrir mig/mag suður
- gastegundum og gasblöndum sem notaðar eru við suður
- hlutverki gassins og rétt streymi þess
- öryggismálum á borð við hættu vegna bruna, geislunar, reyks, ósonmyndunar og mikilvægi hlífðarfatnaðar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- stilla suðutæki eftir því hvað skal sjóða
- setja í rúlluvír og velja spíssa eftir suðuvírum
- stilla gasflæði
- stilla upp suðustykkjum fyrir suðu
- fara eftir öryggisreglum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- stilla suðutæki fyrir mismunandi efnisþykktir með mismunandi suðuraufum
- velja vír fyrir mismunandi efni
- mæla og stillt gasflæði með mæli
- gegnumsjóða 3mm stálplötu í suðustöðum pa-bw og pg-fw
- meta algengustu suðugalla og greina orsakir þeirra
- fylgja reglum um öryggismál
Nánari upplýsingar á námskrá.is