RENN1GR05 - Rennismíði 1

Rennismíði-grunnáfangi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Kennt er á hefðbundinn rennibekk, fræsivél, borvél og CNC-stýrðar spóntökuvélar. Kennslan er einstaklingsmiðuð og eru öryggismál veigamikill þáttur námsins. Samhliða verklegri kennslu er bókleg kennsla. Námið byggir á verkefnalausnum, verk- og bóklegum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • öryggismálum og umhirðu spóntökuvéla
 • mismunandi hlutum spóntökuvéla, tilgangi þeirra og möguleikum
 • möguleikum spóntökuvéla við mismunandi verkþætti
 • helstu uppstilliaðferðum í rennibekk og fræsara
 • muninum á mismunandi gerðum rennistála og í hvaða efni þau eru notuð
 • helstu kerfum sem cnc vélar bjóða upp á
 • hvaða meginmunur er á hefðbundnum spóntökuvélum og cnc stýrðum vélum
 • mikilvægi þess að gæta ávallt fyllsta öryggis þegar unnið er með spóntökuvélum
 • umgengni við kælivökva á spóntökuvélum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • leysa einföld verkefni í rennibekk innan við 0,1 mm málvik
 • skrúfuskera með tappa og bakka í rennibekk
 • skrúfuskera öxul með skrúfuskurðarstáli
 • fræsa mismunandi kanta á öxul ásamt því að fræsa kílspor
 • sinna umhirðu rennibekks og fræsara á fullnægjandi hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • gæta ávallt fyllsta öryggis þegar unnið er við spóntökuvélar
 • reikna út snúnings- og skurðarhraða samkvæmt töflu
 • • finna réttan skurðar- og snúningshraða og rétt verkfæri við lausn mismunandi verkefna
 • leita ráða hjá öðrum þegar það á við
 • gera stutta greinargerð um verkefni sem unnin eru þar sem fram koma upplýsingar um efnistök, véla- og verkfæraval, framvindu verks og vinnslutíma
Nánari upplýsingar á námskrá.is