Stýrtækni málmiðna
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að þekkja grundvallaratriði í loftstýringum og vera færir um að þjóna loftkerfum og setja upp kerfi eftir teikningum og starfsritum. Á sama hátt eiga þeir að geta rakið uppsett kerfi og vera færir um að finna bilanir og framkvæma viðgerð.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- notkun lofts sem aflgjafa
- táknum sem notuð eru í teikningum fyrir loft og vökva samkvæmt iso-stöðlum
- samspil flatar, þrýstings og krafts
- öryggisatriði við notkun þrýstilofts
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- umgangast vinnuloftskerfi með tilliti til notkunar fyrir loftstýrikerfi
- nota tákn sem notuð eru við loftstýrikerfi
- umgangast vinnuloft út frá þrýstingu og raka
- umgangast þrýsti kerfi út frá öryggisatriðum
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- þjónusta vinnuloftkerfi varðandi raka, síun og hitastig
- stilla vinnuþrýsting, tímaliða og hraða loft-tjakka
- stilla smurtæki
- rekja loftstýrikerfi og gera sér grein fyrir starfsemi þeirra
- nota starfs- og stöðurit til þess að ráða bót á bilunum í loftstýrikerfum
Nánari upplýsingar á námskrá.is