Vökvar og gös
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Æskilegir undanfarar: VÖKT1GR03, STÝR1MT03, VÉLS1AA05, VÉLS1AB07
Í áfanganum læra nemendur um lagnakerfi fyrir vökva og gös. Nemendur fá innsýn í hvernig kerfi eru lögð og hvað er gert til að lágmarka viðnám og hljóðmyndun í kerfunum. Einnig verður farið yfir umgengni og þjónustu við kerfin með tilliti til síunar og þrifa.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- öllum helstu lagnaefnum sem notuð eru í iðnaði og helstu notkunarsvið þeirra (stál, kopar, ál, plast)
- efnis- og stærðarvali lagna m.t.t. tæringar, flutningsgetu (ryð, galvanísk tæring, kavítasjón)
- jafnstreymislíkingu fyrir massa og bernoulli líkingu
- lagstreymi / iðustreymi, reynolds tölu
- þrýstifall í lokum og búnaði (kv-gildi)
- algengustu vökvadælum og mun á raðtengingu og hliðtengingu í lagnakerfi
- öryggiskröfurm fyrir lagnakerfi vökva og gass
- þensluáhrifum vegna hitabreytinga vökva og gass í lögnum
- helstu þéttiefnum fyrir samsetningar fyrir mismunandi vökva og gas
- helstu lagnatáknum fyrir vökva og gas
- helstu gerðum samsetninga
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- velja viðeigandi lagnaefni fyrir mismunandi aðstæður út frá efni, stærðum, tæringum og öryggismálum
- áttasig á þensluáhrifum þeirra efna sem eru í lagnakerfum með tilliti til öryggismála og reksturs kerfanna
- lesa úr táknum og teikningum
- velja viðeigandi samsetningar og þéttingar fyrir vökva og gas
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- leggja og tengja einföld lagnakerfi
- skipta um síur í lagnakerfum og meta ástand tenginga og þéttinga
- teikna upp einföld kerfi og notað þá staðla og tákn sem eru í gildi
Nánari upplýsingar á námskrá.is