KÆLI1GR03 - Kælitækni 1

Kælitækni 1

Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Áfanginn er bæði verklegur og bóklegur Í þessum áfanga öðlast nemandinn þekkingu á undirstöðuatriðum varmafræðinnar, á uppbyggingu kælikerfa, þeim einingum sem mynda kælikerfi og hlutverki hinna einstöku þátta þeirra. Fjallað er um mælieiningar í kælitæki, varmaflutning (leiðni, streymi og geislun), eðlisvarma efna, ástandsbreytingar efna, helstu hugtök kælitækninnar, hx- og log ph-línurita og notkun þeirra í kælitækni. Fjallað er um einföld kælikerfi eins og þau sem notuð eru í ísskápum og sambyggðum ísskápum og frystum, um notkun kælingar við varðveislu matvæla, einlínumyndir fyrir einföld kælikerfi og helstu táknmyndir, stjórnun einfalds kælikerfis. Notkun mælabrettis er útskýrð, lekaleit í kælikerfum með leitarlampa, afhrímingu kælikerfa og orsakir hrímmyndunar. Algengum reikniaðferðum er beitt þar sem við á. Fjallað er um frystingu og kælingu matvæla og áhrif á eiginleika þeirra. Fjallað er um efnafræði kælimiðla, förgun þeirra og óæskileg áhrif á umhverfið.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu kælitækninnar
  • kælingu matvæla
  • si-kerfi
  • þrýsti- og hitamælum
  • afli og orku
  • eðlisvarma og fasabreytingu efna
  • línuritum sem notuð eru við kælitækni
  • á einföldum kælikerfum
  • reikningsaðferðum sem notaðar eru við útleiðingu í kælitækni
  • eiginleikum kælimiðla

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • rekja einfalt kælikerfi
  • lesa af þrýsti- og hitamælum
  • reikna út orku við fasaskipti
  • lesa úr línuritum
  • sækja upplýsingar í töflur
  • skilja eiginleika kælimiðla
  • nota einingar og tákn fyrir kælikerfi og kælimiðla

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • útskýra uppbyggingu og vinnuferli á kælikerfi
  • útskýra samhengi þrýstinga og hitastigs og vinna með þær breytur
  • gera tilraunir með fasaskipti efna og sanna þær verklega og bóklega
  • tengja einfalt kælikerfi og lekaleita
  • mæla rakastig með hitamælum
Nánari upplýsingar á námskrá.is