Véltækni 1
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: VÉLS2BA07, KÆLI1GR03
Nemendur fá þjálfun í rekstri vélbúnaðar, öflun upplýsinga um ástand hans með mælitækjum og lestri úr upplýsingum og samanburði á þeim til þess að ná hagkvæmustu keyrslu niðurstöðum. Áfanginn er framhald af vél-, kæli- og stillitækni þar sem nemendur byggja ofan á fyrra nám.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvernig afla má upplýsinga um ástand vélbúnaðar með mælitækjum
- mati á upplýsingum, þ.e. samanburði mældra gilda við eðlilegt eða æskilegt ástand
- hvernig setja má niðurstöður mælinga og athugana fram í skýrsluformi
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- gangsetja og reka mismunandi vélbúnað
- gera verklegar æfingar og tilraunir með varmajöfnun í kælikerfi og skrá niðurstöður
- gera verklegar æfingar og tilraunir með varmajöfnun í eimkerfi og skrá niðurstöður
- gera verklegar æfingar og tilraunir með nýtni og afldreifingu miðflóttaaflsdælu og skrá niðurstöður
- gera verklegar æfingar og tilraunir með nýtni og afldreifingu miðflóttaaflsdælu og skrá niðurstöður
- gera verklegar æfingar og tilraunir með stillingu þensluloka og þrýstiliða kælikerfis og skrá niðurstöður
- gera verklegar æfingar og tilraunir með afkastastýringu kælikerfis með mótþrýstiloka og skrá niðurstöður
- gera verklegar æfingar og tilraunir með skrúfulínurit skips og skrá niðurstöður
- gera verklegar æfingar og tilraunir með álagslínurit aðalvélar skips og skrá niðurstöður
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka ákvarðanir um viðbrögð ef niðurstöður mælinga á vélbúnaði gefa tilefni til
- skrifa skýrslu þar sem æfingar og niðurstöður eru rökstuddar og sannaðar á skilvirkan hátt, nemanda og öðrum til gagns
Nánari upplýsingar á námskrá.is