MLSM1GR07 - Málmsmíði 1

Mámsmíði-grunnáfangi

Einingafjöldi: 7
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Nemendur læra notkun helstu handverkfæra og vinna með mismunandi málma og annarra efna til smíða. Nemendur smíða nytjahluti í áfanganum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • almennum öryggisreglum vinnustaðarins
 • meðferð og umhirðu verkfæra
 • mælitækjum og uppmerkitækjum
 • rétta notkun persónuhlífa og hlífðarfatnaðar
 • umgengni við spilliefni
 • góðri loftræstingu
 • heilsuvernd

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • smíða úr mismunandi málmum
 • lesa af teikningum
 • nota mælitæki og uppmerkitæki
 • nota borvélar með hliðsjón af snúningshraða og efnum sem bora skal
 • nota snitttöflur
 • velja þjalir eftir verkefnum
 • ganga um vinnustað þar sem fleiri en einn vinna

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • velja réttar vinnsluaðferðir út frá efnum og verkefnum
 • smíða eftir teikningum
 • sækja upplýsingar í töflur og handbækur og nýtt þær á réttan hátt við lausn smíðaverkefni
 • gera mismunandi yfirborðsáferð á smíðahluti út frá notkun eða áferð
 • skila skýrslum um þá vinnu og verkþætti sem hann hefur framkvæmt
Nánari upplýsingar á námskrá.is