rafsmiðja
Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: Fab Lab Smiðja 1. þrep
Í áfanganum er fjallað um rafmagn og rafmagnsöryggi. Nemendur þekki almennar varnarráðstafanir í umgengni við rafmagn og varnir gegn of hárri snertispennu. Kynning á helstu verkfærum sem notuð eru í rafiðnaði. Fjallað um framleiðslu og dreifingu á raforku.
Farið yfir notkun leiðara og algengustu ljósgjafa og rofa.
Nemandinn fær að framkvæma afeinangrun og ganga frá endabúnaði, einnig að tengja klær og setja saman fjöltengi.
Kennsla í notkun lóðbolta og lóðæfingar. Kynning á íhlutum sem notaðir eru í rafrásir. Farið yfir hönnun rafrása og yfirfærsla á prentplötu. Smíðuð verður einföld rafrás eða sett saman lítið rafeindatæki.
Farið yfir lestur teikninga.
Kennd notkun mælitækja sem notuð eru í rafiðnaði.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- almennum varnarráðstöfunum í umgengni við rafmagn
- vörnum gegn of hárri snertispennu
- helstu verkfærum sem notuð eru í rafiðnaði
- framleiðslu og dreifingu á raforku
- teikningalestri
- hönnun rafrása og þeim íhlutum sem notaðir eru
- aðferðum sem hafa að markmiði að bæta nýtingu hráefna, sem og förgun sorps
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina á milli leiðara og notkun þeirra
- meðhöndla algengustu ljósgjafa og rofa
- afeinangra og ganga frá endabúnaði
- tengja saman klær og setja saman fjöltengi
- nota lóðbolta og smíða einfaldar rafrásir eða setja saman lítið rafeindatæki
- velja viðeigandi verkfæri og tækjabúnað með tilliti til framkvæmdarinnar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- greina orsakir galla sem fram koma í framkvæmd og mæla fyrir um aðgerðir til endurbóta
- geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi öryggismál
Nánari upplýsingar á námskrá.is