ferilmappa
Einingafjöldi: 4
Þrep: 3
Forkröfur: Trésmiðja, Rafsmiðja, Plastsmiðja, Leður og roðsmiðja og Frumkvöðlafræði
Að nemendur geti búið til ferilmöppu fyrir Netið á rafrænu formi. Farið er yfir hönnun, innihald og mismunandi form rafrænna ferilmappa sem gerðar eru sérstaklega fyrir Netið. Nemendur gera sína eigin möppu og koma fyrir á Netinu.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- algengustu aðferðum og formum til þess að miðla verkum sínum á rafrænu formi á netinu
- kostum og göllum mismunandi aðferða við að setja saman efni á rafrænu formi
- hvernig skilvirkast er að koma efni frá sér í rafrænu formi, meðal annars með tilliti til útbreiðslu og áhorfs á netinu
- hvernig útlit og framleiðsla á verkum sínum getur haft áhrif á markaðsetningu hennar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skipuleggja og framkvæma eigin hugmynd
- gera einfalt skapalón að rafrænni ferilmöppu á textaskjali
- taka upp rafrænar myndskrár á einföldu formi
- smíða rafræna ferilmöppu með mynd og hljóðskrám, klippa myndskrár, bæta inn texta og hljóðsetja einfaldar myndskrár fyrir netið
- keyra út úr myndvinnsluforriti ferilmöppu á rafrænu formi annars vegar aðgengilega fyrir takmarkaðan hóp notenda og hins vegar fyrir opin aðgang á netinu
- velja viðeigandi forrit/form með tilliti til framkvæmdarinnar
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta komið hugmynd sinni á það form að mögulegt er að miðla henni á aðgengilegan máta inn á netið
- setja saman í myndvinnsluforriti teikningar, myndir af verkum, verkefnalýsinar, efnisval og annað sem hefur áhrif á skipulegann og aðgengilegann máta
- geta greint hvort tilskyldum reglum sé fylgt eftir varðandi höfundarétt
Nánari upplýsingar á námskrá.is