Rökrásir 1
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Nemendur öðlast undirstöðuþekkingu í gerð rökrása sem margar gerðir stjórnbúnaðar og eftirlitsbúnaðar grundvallast á. Nemendur fá þjálfun í hönnun og greiningu á einföldum rökrásum og tengingum þeirra ásamt því að setja saman og tengja rökrásahlið fyrir ákveðna virkni, skrifa formúlu samsettu rásarinnar og prófa virkni hennar. Nemendur fá einnig þjálfun í að skrifa formúlu rökrásavirkni og einfalda hana með hjálp Boole-algebru. Nemendur öðlast, með hjálp iðntölvu, þekkingu og skilning á hvernig hægt er að byggja upp ákveðna rökrásavirkni í þeim. Nemendur kynnast hugtökunum forrit (program), stigarit (ladder) og rim (network) og fá þjálfun í að setja upp einfalda stýringu í tölvunni og þjálfun í að tengja búnað við inn- og útganga iðntölvunnar.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- rökrásahliðunum, or, and, not, nor og nand og geti útskýrt þau með rofahliðstæðunni, sett upp sannleikatöflu þeirra og boole-formúlur
- mismunandi talnakerfum, einkum tvítölukerfi, oktan og hexadesimal og geti borið þau saman við tugakerfið
- samrásum (ic-circuit) með rökrásahliðum (c-mos eða ttl) og fái þjálfun í að tengja þau og prófa
- smástýrivélum (easy, zelio, logo og sambærilegt), notkun, forritun og tengingar
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- smástýrivélum (easy, zelio, logo og sambærilegt), notkun, forritun og tengingar
- þekkja notkun smástýrivéla, inn- og útganga
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- finna bilanir í rökrásum
- geta tengt búnað við inn og útganga stýrivélar
- geta fundið bilanir í kerfum sem stjórnað er af smástýrivél
- geta útbúið einföld forrit fyrir smástýrivélar
Nánari upplýsingar á námskrá.is