Efnisfræði málmiðna-plastefni
Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: EFNM1MT05 og RENN2MT05
Að loknu námsefni áfangans eiga nemendur að hafa fræðst um sögu plastsins, helstu kosti og galla plastefna til notkunnar í málmiðnaði og hafa gert lítilsháttar tilraunir á vatnsdrægni og málbreytingum þeim er verða á íhlutum vélbúnaðar sem smíðaðir eru úr algengustu plastefnum á hverjum tíma.
Einnig eru nemandanum kynntar helstu framleiðsluaðferðir á plastefnum og möglega nýjustu efni sem þar eru þróuð og skoðuð endurvinnsla og förgun.
Nemandinn skal í áfanganum kynnast meðferð og vinnslu plastefna með annaðhvort verklegu námi innan skóla eða heimsókn í fyrirtækji í plastiðnaði.
Nemendur framkvæmi samsetningar á plaströrum með límingum og suðum. Nemendur steypi hluti úr trefjaplasti
Einnig skal kynna nemendum eiginleika áls, eirs og mjúkmelma til notkunar í vélbúnaði og geti þeir borið saman eiginleika þessara efna við plastefnin.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- algengustu nöfn plastefna og skýringar á þeim
- helstu tegundir plasts og eiginleika þeirra
- meginatriði varðandi endurvinnslu á plasti
- helstu staðla um plast
- hvaða plastefni standast kröfur matvælaiðnaðar samk, stöðlum
- hvar nota skal plastefni í vélbúnaði
- helstu afbrigðum eirmelma, kosti þeirra og galla
- líklegu notkunarsviði þeirra málma sem um er fjallað
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- velja plast og eða annað efni sem notast skal til smíða á fóðringum eða samsetningum á vélbúnaði
- velja efni er hæfir þörf hverju sinni
- ta sótt efnisupplýsingar í staðla og nýtt þær
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta hvaða plastefni á og eða má nota til ýmissa algengra verkefna er varða viðhald og uppsetningu vélbúnaðar við margvíslegar aðstæður.
- þekkja þau frávik er verða í mældum stærðum íhluta vegna umhverfisáhrifa og meta efnisval og málvik íhluta samkvæmt því
- setja saman plastlagnir með suðu og límingum
Nánari upplýsingar á námskrá.is