Seinni hluti
Einingafjöldi: 30
Þrep: 3
Forkröfur: Nemandi þarf að hafa lokið námi á málm- og véltæknibraut. Hafa ber samráð við kennslustjóra vegna forkrafna fyrir vinnustaðanám.
Starfsþjálfun á vinnustað er skilgreindur hluti af námi á málm- og véltæknibraut. Starfsþjálfun á vinnustað er ætlað að þjálfa frekar hæfni nemenda á þeim sviðum sem nám þeirra á brautinni nær til. Á vinnustað fá þeir tækifæri til að takast á við raunveruleg verkefni við þær aðstæður sem fyrir hendi eru hverju sinni. Nemendur kynnast af eigin raun þeirri menningu sem fyrir hendi er í íslenskum fyrirtækjum og eru beinir þátttakendur í henni. Gert er ráð fyrir að hverjum nema fylgi ferilbók þar sem grein er gerð fyrir þjálfun hans. Þeir verkþættir sem nemandi framkvæmir eru tíundaðir, mat lagt á framgöngu hans, verktækni, vinnuhraða og hæfni í viðkomandi iðngrein. Bera nemandi og atvinnurekandi eða fulltrúi hans sameiginlega ábyrgð á skráningu í ferilbók (sjá nánar um ferilbækur á vef Iðunnar http://www.idan.is/namssamningar/ferilbok).
Um nám og kennslu í áfanganum gilda ákvæði reglugerðar nr. 840/2011 um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað.
Þessi áfangi er seinni áfanginn af tveimur í vinnustaðanámi.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þeim efnum sem unnið er með í málmiðnaði.
- þeim tækjum sem notuð eru við vinnu í málm- og véltæknigreinum.
- meðferð spilliefna og úrgangs.
- framleiðsluferli algengra smíðamálma, smíðahæfni, merkingum og efnisstöðlum.
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- meðhöndla málma, vélar og vélarhluta.
- nota helstu handverkfæri sem tengjast viðkomandi iðngrein.
- vinna við hand- og tölvustýrð tæki sem notuð eru á verkstæðum.
- sjóða málma og velja suðutækni og -aðferð við hæfi.
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- lesa teikningar, málsetja, draga upp útflatninga, gera efnislista, meta efnisþörf og kostnað.
- vera ávallt meðvitaður um þær hættur sem fylgja störfum í málmiðnaði og þær öryggiskröfur sem gerðar eru á vinnusvæðum.
- skipuleggja verkferla, setja upp verkþáttaröð og verkáætlun og vinna samkvæmt henni.
- eiga í samskiptum við aðra iðnaðarmenn, hönnuði, tæknifólk og verkkaupa. hann þekkir skipulag vinnustaðanáms og hlutverk þess í námi hans.
Nánari upplýsingar á námskrá.is