STVS3TP30 - Starfsþjálfun á vinnustað, trefjaplast

Trefjaplast

Einingafjöldi: 30
Þrep: 3
Forkröfur: VINS2TP30 og VINS2TP10
Áfanginn miðar að því að nemandinn öðlist þekkingu og færni í smíði og viðgerðum á hlutum úr trefjastyrktu plasti. Áhersla er lögð á að nemandinn tileinki sér vönduð og öguð vinnubrögð sem taka mið af sjálfbærni og öryggis- og gæðakröfum í plastsmíði. Þá er lögð áhersla á að nemandinn kynnist sem flestum aðferðum við smíði úr trefjastyrktu plasti og viðgerðir á því. Þá er mikilvægt að öryggis- og heilsufars sjónarmið séu höfð að leiðarljósi í allri vinnu við trefjstyrkt plast. Lögð er aukin áhersla á sjálfstæði vinnubrögð, gerð vinnuteikninga og flæðirita auk þess sem nemandinn þarf að geta gert verkáætlanir sem ná frá undirbúningi til verkloka.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • því hvernig annast á flutning og slipptöku á bátum.
 • uppbyggingu og gerð kostnaðaráætlana, töflureikna og aðferðum við áætlanagerð auk helstu reglna sem fylgt er við gerð tölvutækrar verkáætlunar.
 • skipulagi verkferla og forgangsröðun verkefna.
 • skipulagi flæðirita og gæðaeftirlits og framkvæma ástands- og gæðamats.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • helstu þáttum verkstjórnar og geti borið ábyrgð á nemendum í starfsþjálfun ásamt yfirmanni fyrirtækis.
 • flytja, taka upp og sjósetja báta.
 • gera kostnaðaráætlanir, nota töflureikna við áætlanagerð og fylgja reglum sem gilda við gerð tölvutækrar verkáætlunar.
 • skipuleggja verkferla, gera flæðirit, framkvæma ástands- og gæðamat og forgangsraða verkefnum.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • flytja, taka upp og sjósetja báta af fyllsta öryggi.
 • framfylgja lögum og reglum sem gilda um gerð tölvutækra verkáætlana.
 • skipuleggja verkferla, gera flæðirit og forgangsraða verkefnum með tilliti til hagkvæmni, gæða-, öryggis- og umhverfissjónarmiða.
 • hafa með höndum verkstjórn og bera ábyrgð á nemendum í starfsþjálfun ásamt yfirmanni fyrirtækis.
Nánari upplýsingar á námskrá.is