HCCP1GV05(GH) - Gæðakerfi Haccap, innra eftirlit og matvælaöryggi

Gæðastjórnun og verkferlar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Áhersla er lögð á gæðakerfi HACCP, verklagsreglur, vinnulýsingar, aðferðir við hreinlætiseftirlit, greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Persónulegt hreinlæti og hreinlæti á vinnustöðum. Fjallað um krossmengun, stýringu á hitastigi, hitastigskröfur við upphitun og geymslu matvæla, mælingu á hitastigi og – hitastigsstigmæla. Fjallað er um hugmyndafræði HACCP- kerfisins, þróun og uppbyggingu, staðla, fyrirbyggjandi aðferðir og hættugreiningar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hugmyndafræði að baki haaccp-kerfia, þróun og uppbyggingu
  • skilgreiningu á fyrirbyggjandi ráðstöfunum gegn áhættu. raundæmum um uppyggingu, innleiðingu og framkvæmd
  • hættugreiningu í framleiðslu, s.s uppsetningu og notkun gæðahandbókar, gátlista, verklagsreglna, greiningartré, sýnatökur o.fl.
  • hættugreiningu við íslenskar aðstæður
  • aðferðafræði við uppbyggingu kerfis í fyrirtæki, skref fyrir skref
  • skilgreiningu á mikilvægum stýristöðum (mss)
  • uppsetningu gæðahandbókar og notkun hennar
  • aðferðafræði innleiðingar á haccp-kerfi
  • framsetningum, kynningu á haccp-kerfinu fyrir almenna starfsmenn og hvatningu til notkunar og eftirfylgni
  • viðhaldi haccp-kerfisins
  • vottun og úttektum á haccp-kerfinu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka þátt í uppbyggingu haccp-kefis og vinna samkvæmt því
  • taka tillit til íslenskra aðstæðna í hættugreiningu
  • lágmarka áhættu með fyrirbyggjandi aðgerðum
  • kynna eðli og tilgang kerfisins fyrir almennum starfsmönnum
  • nýta kerfið til að hámarka gæði afurða

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja eðli gæðakerfa og vera fullkomlega meðvitaður um tilgang þeirra og nauðsyn
  • vera meðvitaður um tengsl gæða og velgengni afurða og fyrirtækis á mörkuðum
  • greina ábyrgð sína sem virkur starfsmaður í fyrirtækinu og starfa í samræmi við hana
Nánari upplýsingar á námskrá.is