HRÖR1HÖ02(HÖ) - Hreinlætis og örverufræði

hreinlæti, hreinlætisáætlun, persónulegt hreinlæti, örverur

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er fjallað um almenn lífsskilyrði örvera og gerla, um veirur, ger- og myglusveppi. Áhersla er lögð á mikilvægi hreinlætis til að koma í veg fyrir matarsjúkdóma. Í áfanganum fá nemendur fræðslu og þjálfun í hreinsun umhverfis, tækja og áhalda. Þeir læra að þekkja og meðhöndla algengustu ræstiefni og sótthreinsiefni með tilliti til efnafræðilegrar uppbyggingar og umhverfisverndar. Nemendur læra að gera hreinlætisáætlanir og eru þjálfaðir í að fylgja þeim eftir. Fjallað er um innra eftirlit, kennt um aðferðir við greiningu áhættuþátta og mikilvægra eftirlitsstaða. Nemendur fá fræðslu um mikilvægi þess að halda vinnusvæði og búnaði hreinum. Kynntar eru gildandi öryggisreglur um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Áhersla er lögð á mikilvægi hreinlætis til að koma í veg fyrir matarsjúkdóma og ábyrgð matvælaframleiðenda í því sambandi. Fjallað verður um gerla, veirur, ger- og myglusveppi og almenn lífsskilyrði örvera.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • náttúrulegum heimkynnum örvera
  • flokkun örvera
  • smitleiðum örvera
  • vaxtarskilyrðum örvera og vaxtarkúrfu örvera
  • tegundum sjúdómsvaldandi bakería
  • á matarsjúkdómum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • meta áhættu við framleiðslu og dreifingu matvæla
  • skilja hver eru grundavallaratriði við framleiðslu og dreifingu matvæla m.t.t. yfirfærslu örvera
  • meta ferskleika hráefnis með tilliti til gæða
  • koma í veg fyrir krossmengun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • meta kröfur til hráefna
  • meta kröfur til hreinlætis á vinnustað
  • fyrirbyggja krossmengun
  • meta hvenær á að mæla hitastig
  • bregðast við frávikum
  • kunna það helsta sem máli skiptir varðandi persónulegt og almennt hreinlæti á vinnustað
  • skilja hreinsiáætlanir, þörfina fyrir þær og geti fylgt slíkum áætlunum eftir og viðhaldið þeim
  • kynnast eiginleikum helstu hreinsiefna og þekki notkun þeirra
  • þekkja ákvæði laga og reglugerða um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla
  • öðlast skilning á mikilvægi hreinlætis og þrifnaðar í matvælaframleiðslu
  • meta undirstöðuþekkingu á lífsskilyrðum, fjölgun og dreifingu örvera og aðferðum til að fyrirbyggja skaðleg áhrif af þeirra völdum
  • þekkja ábyrgð starfsfólks í matvæla- og veitingagreinum í að koma í veg fyrir matarsjúkdóma
Nánari upplýsingar á námskrá.is