STAÞ1MI06 - Starfsþjálfun 1

Starfsþjálfun í matvælaiðn

Einingafjöldi: 6
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Starfsþjálfun matvælaiðnaðar er samtals 22 einingar sem skiptist í þrjá áfanga. Þeir eru fimm, ellefu og sex einingar og eru á mismunandi þrepum. Nemendur velja einn vinnustað til að taka allt starfsnámið. Fyrir hverja einingu í starfsþjálfun þarf nemandi að vinna sem svarar þremur vinnudögum. Í starfsþjálfun öðlast nemandinn aukna þekkingu, leikni og hæfni í öllum almennum störfum vinnslunnar undir leiðsögn fagaðila. Þá æfir hann sig í notkun helstu tækja og búnaðar á vinnustaðnum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • vinnustaðamenningu og verksviðum vinnustaðarins
  • helstu öryggis- og umhverfisatriðum sem snerta vinnustaðinn og starfsstöðvar hans
  • áhöldum og tækjum sem notuð eru á vinnustaðnum
  • gildi lausnamiðaðra samskipta og mikilvægi sveigjanleika, virðingar og aðlögunarhæfni í starfi.
  • vinnslu við vélar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka tilsögn og fylgja ákveðnum starfsreglum og/eða -ferlum
  • vinna í samræmi við gildi og stefnu vinnustaðar
  • vinna í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað á vinnustaðnum
  • koma í veg fyrir krossmengun
  • sýna fram á gildi lausnamiðaðra samskipta og mikilvægi sveigjanleika, virðingar og aðlögunarhæfni í starfi
  • að umgangast stærri vélar við vinnslu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • nýta algengustu áhöld og tæki innan atvinnugreinarinnar
  • fylgja öryggisráðstöfunum á vinnustað
  • skilja mikilvægi góðra samskipta og samvinnu á vinnustað
  • sinna vel þeim verkefnum sem honum eru falin
  • kynnast notkun og viðhaldi á áhöldum og tækjum
Nánari upplýsingar á námskrá.is