Vinnustaðanám mjólkursamlag
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist starfsemi mjólkursamlags í sem víðustu mynd. Nemendum gefst tækifæri á að læra og fá þjálfun sem þarf til að uppfylla þá þætti sem getið er um hér að neðan; þekkingar-, leikni- og hæfniviðmið. Verkstjóri/umsjónarmaður í fyrirtækinu ber ábyrgð á að nemandinn fái þau námstækifæri og þá þjálfun sem um ræðir hverju sinni.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- aðferðum og vinnulýsingum sem lúta að sérhæfðum verkferlum
- innra eftirliti vinnustaðar
- fyrirkomulagi við innkaup og birgðastjórnun
- vinnu við frágang, þrif og hreinlætisáætlunum á vinnustað
- mikilvægi skráningar og gæðastaðla í tengslum við viðhald á tækjum
- skipulagningu og undirbúningi fyrir framleiðslu og einfaldri framleiðslutækni sem og notkun viðeigandi framleiðslutækja
- öryggiskröfum við notkun og umhirðu véla og tækja
- uppbyggingu varmaskiptis, uppbyggingu skilju, dælum, ventlum, fitusprengjara og flæði í vélarsal mjólkurbús
- ræktun baktería og rannsókn á þeim í smásjá
- meðferð mjólkur frá bónda til mjólkurvinnslu
- mikilvægi persónulegs hreinlætis fyrir framleiðsluna auk framleiðsluhreinlætis
- að mjólkurvinnsla felur í sér skiljun, hitameðferð, fitusprengingu og ofursíun (uf) og hvaða áhrif þetta hefur á fitu, prótein, laktósa og sölt
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skipuleggja sérhæfða verkferla í samræmi við fyrirliggjandi verkefni
- vinna samkvæmt tæknilegum aðferðum greinarinnar, þ.m.t. vinnslu – og framleiðslukerfi
- nota aðferðir við að þrífa, sótthreinsa og viðhalda góðu persónulegu hreinlæti og framleiðsluhreinlæti
- beita viðurkenndum aðferðum við notkun og meðferð vinnuvéla
- beita viðurkenndum aðferðum hvað varðar öryggiskröfur, innra eftirlit og haccp á vinnustað
- vinna með örverur bæði í hreinlætis og iðnaðarsamhengi
- meðhöndla mjólk með ýmsum aðferðum
- passa upp á mikilvægi persónulegs hreinlætis
- beita hitameðferð og síun á mjólk
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra vinnuferla sem byggja á aðferðafræði
- skipuleggja verkferla og verkefnalista
- meta störf sín og annarra á hlutlægan hátt
- sýna fram á ábyrgð í umgengni á vinnustað
- vinna samkvæmt góðum starfsháttum í mjólkursamlögum með hliðsjón af lögum og reglugerðum
- vinna samkvæmt haccp
- setja fram almenn notuð gögn eins og vinnuseðla og innra eftirlit
- tileinka sér hæfni til að taka þátt í og skrá vinnuferla sem eru dæmigerðir fyrir námið
- kunna á viðeigandi eftirlits og framleiðslubúnað sem oft er tölvustýrður
- vinna með örverur bæði í hreinlætis og iðnaðarsamhengi
- hafa skilning á áhrifum framleiðsluaðferða á innihald mjólkurinnar
- skilja þróun samfélagsins og mjólkuriðnaðarins
- nota hugtök úr greininni
Nánari upplýsingar á námskrá.is