LÍFS1HN05 - LÍfsleikni

Heilbrigði, forvarnir, nám, skóli

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Markmið áfangans er tvíþætt. Annars vegar að aðstoða nemandann í að glöggva sig á námsleiðum skólans og kröfum hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs. Farið yfir skipulag og vinnubrögð í námi. Hins vegar er lögð áhersla á að styrkja samkennd nemenda og að efla tjáningarhæfni þeirra og sjálfstraust. Unnið með heilbrigðan lífsstíl, fjármál, umferð og almenna ábyrgð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • námsleiðum skólans, og áttað sig á til hvers þær leiða og hverjar kröfur hugsanlegra viðtökuskóla eða atvinnulífs eru.
  • skólastarfinu, vinnubrögðum i námi, námsleiðum og félagslífi innan skólans.
  • tilfinningum sínum, gildismati, lífsháttum og framtíðarsýn ásamt því að styrkja tjáningarhæfni og sjálfstraust.
  • mikilvægi þess að rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk.
  • félagsþroska sínum, siðviti og virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og ábyrgri afstöðu til fíkniefna.
  • hvert stefnir, hver sé lífssýn hans og lífsgildi, búa sig undir að taka ábyrgð á eigin lífi.
  • hlutverkum (ábyrgð) innan fjölskyldu, í fjármálum og á vinnustöðum.
  • gerð samfélagsins og menningu í veröld þar sem landamæri verða sífellt veigaminni og maðurinn stendur andspænis mikilvægum verkefnum til að tryggja velferð jarðarbúa til framtíðar.
  • lýðræði, þátttöku á vinnumarkaði og í mótun samfélagsins, menningu og fjölmenningu, listum og umhverfi, og stöðu og hlutverki einstaklingsins andspænis samfélagi og náttúru.
  • mismunandi verkefnum sem tengjast áfanganum og kynnt verkefnin fyrir samnemendum sínum með margvíslegum aðferðum við miðlun upplýsinga.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja skólaumhverfið og helstu starfsemi
  • nýta tíma sinn vel og nota námsaðferðir sem skila árangri
  • setja sér markmið sem námsmaður og einstaklingur
  • draga úr áhrifum streitu
  • að efla samkennd þannig að hann eigi með sér gefandi og góð samskipti.
  • setja fram eigin skoðanir og kenningar um margvísleg málefni og geta rökrætt þær við aðra.
  • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
  • taka ábyrgð á eigin lífi og verða meðvitaður um ábyrgð sína sem neytandi.
  • gera áætlanir um framtíðina og fjármálin.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • efla styrkleika sína og vinna að því að þeir nýtist sem best
  • nota skipulögð vinnubrögð í námi
  • takast á við álag í námi
  • rækta með sér andleg verðmæti, líkamlegt heilbrigði og sálrænan styrk.
  • taka ábyrgð á eigin gerðum
  • takast á hendur skuldbindingar og sýna ábyrgð í fjármálum
  • rækta með sér samkennd, samhygð og virðingu fyrir skoðunum og lífsgildum annarra til að geta átt auðug og gefandi samskipti við einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu og andlegu atgervi
  • sýna frumkvæði í að rækta sköpunargáfu sína og aðlögunarhæfni í verkefnum innan og utan skóla; það felur m.a. í sér að nemandi sýni
  • gagnrýna hugsun
  • kjark til að leysa mál
  • frumkvæði til framkvæmda
  • geri raunhæfar áætlanir um námsleiðir er honum standa til boða í framhaldsskóla með hliðsjón af áframhaldandi námi eða þátttöku í atvinnulífi
  • taki ábyrgð á eigin lífi, sem m.a. felur í sér að taka ábyrga afstöðu til fíkniefna og lyfja.
  • öðlist þekkingu á samfélagi sínu til að móta og bæta umhverfi sitt á ábyrgan og lýðræðislegan hátt
  • fái tækifæri til að fjalla um ýmis dægurmál sem upp kunna að koma hverju sinni í tengslum við nám sitt, næsta umhverfi eða á opinberum vettvangi
Nánari upplýsingar á námskrá.is