HJÚK3LO03 - Lokaverkefni í hjúkrun

lokaverkefni

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: HJÚK3FG05 Samfélagshjúkrun
Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sín með margvíslegum hætti á málstofu.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • tilteknu viðfangsefni í hjúkrunarfræði sem hann hefur valið sér
 • helstu hugtökum sem tengjast gerð heimildaritgerðar
 • byggingu heimilda- og rannsóknarritgerða
 • nauðsyn þess að vanda meðferð heimilda
 • reglum um höfundarrétt og hugmyndum um ritstuld

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • fylgja viðurkenndum reglum við gerð og frágang ritgerðar
 • beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu efnis í heilbrigðisvísindum
 • afla fjölbreyttra heimilda, t.d. skráðra heimilda úr bókum, tímaritum og af netinu eða frumheimilda, ef svo ber undir
 • koma efni á framfæri á vel uppbyggðan, skýran og greinargóðan hátt
 • lesa fræðilegan texta um heilbrigðismál á íslensku og erlendu tungumáli.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • gera raunhæfa verkáætlun og framfylgja henni
 • setja fram rökstudda rannsóknarspurningu eða efnisyfirlýsingu
 • skrifa lokaritgerð í heilbrigðisvísindum um sérhæft efni í hjúkrun samkvæmt viðurkenndum aðferðum
 • tjá sig í ræðu og riti á gagnrýninn og skapandi hátt um sérhæft efni
Nánari upplýsingar á námskrá.is