ÍSLE2MB05 - Ritun, bókmenntir og málnotkun

bókmenntir og ritun, málnotkun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í þessum áfanga er fjallað um ritun, bókmenntir og málnotkun. Ritun: Fjallað um ólíkar gerðir ritsmíða og nemendur læra að setja mál sitt og skoðanir fram á markvissan hátt. Nemendur styrkja færni í mikilvægum atriðum um frágang ritaðs máls, meðferð heimilda og leiðbeiningarforrita við tölvuvinnslu. Setningafræði: Farið er í grundvallaratriði setningafræði. Unnið með mál og málnotkun. Bókmenntir og læsi: Nemendur læra að tjá sig um bókmenntir og bókmenntafræði með styttri ritsmíðum og bókmenntaritgerðum.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu hugtökum í ritgerðasmíð og framsetningu ritaðs máls í ólíkum ritsmíðum
 • málfræðihugtökum og ritreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
 • ólíkum textum

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • nota viðeigandi hjálpargögn við frágang ritsmíða
 • rita ólíkar tegundir ritsmíða og beita gagnrýninni hugsun
 • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til þess að efla eigin málfærni
 • lesa sér til gagns og gamans nytjatexta og bókmenntaverk og fjalla um inntak þeirra
 • koma skoðunum sínum á framfæri á skýran hátt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • styrkja málfærni sína
 • vinna ólík verkefni í tengslum við námsefnið og sýna nokkur tilbrigði í málnotkun
 • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
 • byggja upp röksemdafærslu, tjá afstöðu og taka þátt í umræðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is