ENSK2OT05(B2) - Orðaforði, tjáning og lestur

Orðaforði, ritun, tjáning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Að hafa lokið grunnskóla með fullnægjandi hætti að mati skólans.
Í þessum áfanga eru lesnir flóknari textar en áður. Áhersla er lögð á lestur fræðilegra texta með það að markmiði að byggja upp virkan og hagnýtan orðaforða. Nemendur eru þjálfaður í að tjá sig skýrt í riti og rökstyðja skoðanir sínar. Áhersla verður lögð á að þjálfa sjálfstæð vinnubrögð og nemendur hvattir til að nýta sér ýmis hjálpargögn, bæði á Netinu og í bókum. Nemendur eflist í menningarvitund og kynnast hinum ýmsu menningarheimum enskumælandi landa, sérstaklega Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem fjallað verður bæði um venjur og siði. Lesin eru bókmenntaverk úr hinum enskumælandi menningarheimi.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • enskri menningu og enskri tungu
 • menningu í helstu löndum þar sem enska er notuð sem móðurmál eða fyrsta mál
 • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
 • orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins, þ.m.t. orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • lesa margs konar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
 • lesa margs konar gerðir texta og beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir því hverrar gerðar textinn er
 • tjá sig skýrt og hnökralaust um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • skilja daglegt mál, fjölmiðlaefni, inntak erinda, fræðigreinar og annað flóknara efni
 • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
 • tjá sig skýrt, lipurlega og blaðalaust fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
 • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
 • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
Nánari upplýsingar á námskrá.is