FÓHE2FU03 - Fóðrun og heilsa III

Fóðrun og umsjón hesta

Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: HEST2KF03, REIM2KF05, FÓHE2HU03
Meginviðfangsefni áfangans er að kenna helstu atriði varðandi fóðrun, fóðurgæði og umhirðu hesta. Nemendum er kennt að meta fóðurástand hesta sinna, gæði fóðurs og hvert sé nauðsynlegt næringarefna innihald hestafóðurs. Farið er yfir helstu grunnþætti almennra fóðurfræða og hvernig fóðra skal hesta miðað við mismunandi aðstæður og fóðurkröfur t.d. hest á viðhaldsfóðri, hest í vexti eða mikið brúkaðan reiðhest. Farið verður helstu þætti er snúa að dýravelferðarmálum og hvernig hægt er að haga umhirðu hests þannig að hann hljóti aukna vellíðan s.s. rakstur, kembing og undirburður í stíum. Nemendur læra að meta ástand járninga og fótstöðu, öðlast færni í meðhöndlun járningaverkfæra, læra að klippa til hófa, móta til skeifur og framkvæma einfalda járningu. Kennsla fer að nokkru leiti fram í hesthúsi, en nemendur þurfa að meta holdafar hrossa sinna, setja upp fóðuráætlun og skrásetja. Skila þarf skýrslu í lok námsins.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • grunn atriði í fóðurfræði
 • mati á fóðri
 • fóðurþörf og fóðurástandi hrossa
 • mismunandi orkugjöfum
 • gróffóðri og kjarnfóðri
 • steinefnaþörf hrossa
 • dýravelferðarmálum
 • ábyrgð mannfólksins við að hafa hest í umsjá sinni
 • almennum atriðum er varða þrif á hrossum
 • almennum atriðum er varða hreinlæti í hesthúsi
 • aðbúnaði hrossa í hesthúsi
 • járningum og fótstöðu
 • grunnstöðu hófs og hvernig hún er metin
 • hvernig almenn þekking á líkamsbyggingu hestsins nýtist við járningar og hófhirðu
 • hvernig framkvæma skuli einfalda járningu
 • hvernig ganga skuli um búnað og verkfæri er lúta að hestahaldi s.s. járningaverkfæri, kamba, klippur, ofl.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • hugsa rétt um hesta, fóðra þá og meta líkamlegt ástand, s.s. holdastig og almennt heilbrigði
 • fóðrað hross miðað við mismunandi skilyrði
 • meta gæði fóðurs
 • setja upp fóðuráætlanir með tillit til holdafars hesta, notkunar og gæði fóðurs
 • umgangast og hirða hesta á öruggan og ábyrgðarfullan hátt
 • meðhöndla járningaverkfæri
 • klippa hófa miðað við grunnstöðu hófs
 • járna einfaldar járningar
 • raka undan faxi og kvið hrossa
 • halda hrossum hreinum á húsi og í almennri sæld

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • hugsa rétt um hesta, fóðra þá og meta líkamlegt ástand, s.s. holdastig og almennt heilbrigði.
 • skrásetja atriði er lúta að umhirðu hrossa
 • setja upp fóðuráætlanir
 • fóðrað hross hvort sem er á húsi eða á útigangi
 • járna einfaldar járningar
 • meta rétta fótstöðu hrossa
 • meta ástand járninga
 • halda hestum á húsi hreinum og í sæld
Nánari upplýsingar á námskrá.is