LOKA3HU08(FB) - Lokaverkefni í húsasmíði

Lokaverkefni í húsasmíði

Einingafjöldi: 8
Þrep: 3
Forkröfur: Nemandi þarf að hafa lokið um 60 einingum af sérnámi brautar.
Í áfanganum eru unnin verkefni, lík þeim sem tekin eru fyrir í sveinsprófi. Þau krefjast þess að nemendur nýti og samþætti þekkingu og færni sem þeir hafa aflað sér í skóla og á vinnustað á námstímanum. Farið er í upprifjun bóklegra og verklegra þátta úr fyrri áföngum eftir því sem þurfa þykir. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í skipulagningu og verkáætlun, framkvæmd, gæðamati, skráningu og rökstuðningi á verkum og verkþáttum. Reynt er að líkja eftir aðstæðum í atvinnulífinu og því hafa nemendur aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum, efni, áhöldum og tækjum meðan á verkefnavinnu stendur.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skipulagningu verkefna
  • upplýsingaöflun
  • áætlanagerð
  • byggingarreglugerð og skipulagslögum
  • öryggisreglum og öryggisbúnaði

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • vinna í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
  • vinna eftir séruppdráttum og deilum
  • vinna sjálfstætt

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • undirbúa á eigin spýtur verkefni sem honum er fengið
  • geti unnið verkáætlun og afmörkuð hönnunargögn
  • geti gert efnis- og tímaáætlun
  • geti valið heppileg áhöld og tæki fyrir einstök verkefni
  • geti aflað og nýtt upplýsingar um útfærslur, efni, áhöld og tæki
  • framkvæma verkefni sjálfstætt í samræmi við áætlanir
  • fylgi fyrirliggjandi verkáætlun og hönnunargögnum
  • vinni í samræmi við tímaáætlanir
  • geti unnið í samræmi við lög, reglugerðir og staðla
  • taki mið af gæðakröfum og viðurkenndu verklagi
  • vinni í samræmi við viðurkenndar öryggisreglur og öryggisbúnað
  • gera öðrum grein fyrir verkefninu og framkvæmd þess
  • geti rökstutt val á aðferðum, efnum, áhöldum og tækjum
Nánari upplýsingar á námskrá.is