Starfsnámsbraut í matvælaiðn er námsbraut með námslokum á öðru hæfniþrepi. Megin markmið brautarinnar er að leggja grunn að þekkingu, færni og hæfni nemenda til að fara út á vinnumarkaðinn og vinna í matvælaiðnaði. Námið felur í sér almenna menntun og er brautin samtals 60 einingar. Þar blandast bóklegir áfangar og verklegir áfangar. Námstími er tvær annir og að námi loknu fá nemendur prófskírteini sem viðurkenningu á að nemandi hafi lokið starfsnámsprófi í matvælaiðn.
Forkröfur
Inntökuskilyrði á brautina er að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi eða sambærilegu prófi.
Skipulag
Á brautinni er áhersla á helstu greinar sem tengjast starfsemi í matvælaiðnaði. Sem dæmi má nefna örverufræði, gæðastjórnun og matarmenningu. Námið er bæði bóklegt og verklegt þar sem bóklega námið fer fram í skólanum en starfsþjálfun og vinnustaðanám í fyrirtækjum.
Námsmat
Lögð er áhersla á símat og fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Almennt námsmat byggir á einkunnagjöf á bilinu 1-10 og skal greint frá tilhögun námsmats í hverjum áfanga í upphafi annar. Í starfsþjálfunaráföngum og vinnustaðaáföngum er æskilegt að námsmat felist í leiðsögn til nemenda.
Reglur um námsframvindu
Einingafjöldi brautarinnar er 60 einingar þar sem lagt er upp með tveggja anna námstíma. Brautinni lýkur með prófskírteini til vitnis um að nemandi hafi lokið starfsnámsbraut í matvælaiðn. Að námi loknu getur nemandi unnið sjálfstætt undir stjórn yfirmanns, býr yfir grundvallarþekkingu, leikni og hæfni innan starfsvettvangs, getur skipulagt og forgangsraðað störfum sínum, veitt ráðgjöf og leiðbeiningar í samráði við yfirmann. Hann ber virðingu fyrir grundvallarreglum starfsumhverfis, býr yfir ábyrgð gagnvart starfi og starfsumhverfi og hæfni til að tjá skoðanir sínar. Hann getur skýrt verklag tengdu starfsumhverfi á ábyrgan, sjálfstæðan og skýran hátt.
Hæfniviðmið
- vera virkur þegn í lýðræðisþjóðfélagi og bera virðingu fyrir ólíkri menningu
- eiga samskipti við fólk sem byggja á skilningi og virðingu
- tileinka sér nýjungar og sýna frumkvæði
- vinna samkvæmt gæðastöðlum um innra eftirlit
- vinna samkvæmt gildandi lögum og reglugerðum er varða öryggi og aðbúnað á vinnustöðum
- gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fylgja viðurkenndum starfsreglum
- fjalla um mismunandi störf í matvælaiðnaði
- vinna mismunandi störf í matvælaiðnaði undir handleiðslu iðnmeistara og/eða tilsjónarmanns
- bera ábyrgð á eigin framkomu og hafa skýra sýn á þjónustuhlutverkið
- setja sögu matar og menningar í samhengi við vinnslu matvælaiðnaðarins í nútímanum
Kjarni