STAÞ2GB20(FB) - Starfsþjálfun III

Starfþjálfun II

Einingafjöldi: 20
Þrep: 2
Forkröfur: STAÞ2GA20
Nemandi öðlist þekkingu á vali á rafbúnaði og geti sett og tengt húsveitur allt að 125 A. Nemandi geti með mælitækjum fundið bilanir í húsveitum. Hann læri að framfylgja kröfum viðskiptavina og geti sýnt leikni í samskiptum við þá. Nemandi geti veitt viðskiptavinum nauðsynlega ráðgjöf um val og staðsetningu rafbúnaðar.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • vali á búnaði í töfluskáp í húsveitur fyrir allt að 125 a
 • röðun varnaráðstafana í húsveitum
 • vali á stærð varbúnaðar og vírsverleka út frá straumálagi
 • gildi varnaráðstafana er varðar snerti- og brunahættu

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • velja og setja upp búnað með fagmannlegum hætti
 • tjá sig um fagleg viðfangsefni
 • sýna samstarfsvilja og hjálpsemi á vinnustað
 • setja sig inn í aðstæður á hverjum stað og hvernig best sé að standa að verki
 • beita mælitækjum við bilanaleit á raflögnum og rafbúnaði

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • velja búnað og töfluskáp í húsveitum fyrir allt að 125 a
 • geta gert sér grein fyrir heppilegri staðsetningu rafdreifiskápa að teknu tilliti til bestu lagnaleiða
 • ákvarða röðun búnaðar í aðaltöflu
 • gera sér grein fyrir röð varnarráðstafana í húsveitum
 • velja vírsverleika lagna út frá álagi
 • velja rétta stærð varbúnaðar
 • sjá gildi varnarráðstafana er varða snerti- og brunahættu
Nánari upplýsingar á námskrá.is