SLÁT1UP05 - Upplýsingatækni - sláturiðn

Upplýsingatækni

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á notkun á tölvum og forritum sem nýtast nemendum sem best í framhaldsskólanámi og í störfum sínum sem slátrarar. Sérstök árhersla er lögð á Microsoft Office, Excel og Power –Point. Farið verður í ritvinnslu, töflureikni og glærukynningar með Prezi. Nemendur fá kynningu á Open Office

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • Þeim möguleikum sem microsoft office, excel, prezi og power-point bjóða uppá.
 • mikilvægi notkunar á ritvinnslu, töflureikni og glærugerð við nám og störf.
 • mikilvægi þess að geta beitt þeim hugbúnaði sem til er í skólanum og á vinnustað í réttu samhengi.
 • mikilvægi þess að geta leitað sér upplýsinga t.d hvað varðar fagtengt málefni eftir margvíslegum leiðum.
 • mikilvægi þess að geta sett fram skýrslur á tölvutæku formi, sent tölvupósta og skrifað fagtengd bréf á rafrænu formi.

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • nota microsoft office og excel ásamt öðrum forritum til almennra nota, í námi sínu t.d í verkefnavinnu sem og við dagleg störf sín á vinnustað.
 • nota ritvinnsluforrit, töflulreikni og glærugerðarforrit í verkefnum og daglegum störfum á vinnustað.
 • setja upp nokkuð flókin verkefni í office, excel, power-point og prezi.
 • nýta sér tölvuforrit við útreikninga, frágang á tölfræðilegum gögnum í vinnu og námi.

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • trúa á eigin getu til að nota tölvur og ýmis forrit í daglegu lífi sínu, í námi og störfum á vinnustað.
 • setja upp verkefni, skýrslur, ritgerðir og kynningar á ritvinnsluformi eftir viðurkenndum aðferðum.
 • gera verkefni þar sem nemandi notar formúlur, jöfnur og setur upp gröf í töflureikni.
Nánari upplýsingar á námskrá.is