FRUM2FI05 - Frumkvöðlafræði, stofnun fyrirtækis

Fyrirtækjasmiðja, inngangur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Kennt er hvernig á að standa að stofnun fyrirtækis. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur, upp á eigin spýtur, skipuleggi fyrirtæki, hanni vöru eða þjónustu og skipuleggi sölu á henni. Nemendur fá jafnframt að kynnast uppbyggingu og skipulagi fyrirtækja og stofnana og hvernig þau ná best markmiðum sínum. Meðal annars er farið yfir markmiðssetningu og vinnu- og framleiðsluferli.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • markaðssetningu
 • framleiðsluferli
 • starfsmannamálum
 • stjórnun fyrirtækis
 • rekstri fyrirtækis
 • fjármálum fyrirtækis
 • einföldum efnahagsreikningi
 • einföldum rekstrarreikningi
 • einföldum arðsemisútreikningum
 • helstu rekstrarformum fyrirtækja

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • útbúa vöru út frá vöruhugmynd
 • gera markaðsáætlun - auglýsinga- og kynningaráætlun
 • gera markaðskönnun
 • stofna fyrirtæki
 • reka fyrirtæki
 • vinna saman í hóp
 • vinna innan tímaramma
 • gera einfalda viðskiptaáætlun

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • stofna fyrirtæki eftir skóla
 • undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni
Nánari upplýsingar á námskrá.is