Námsfyrirkomulag

Aðgangur að INNU

Inna er upplýsingakerfi skólans sem heldur utan um alla þætti náms hjá nemendum, m.a. vitnisburð, einkunnir, ástundun, mætingu og námsferil.
Nota þarf Íslykil eða rafræn skilríki til að skrá sig inn á Innu.

Kennsluvefurinn MOODLE

Moodle er kennslukerfi skólans, allir nemendur hafa aðgang að því. Nemendur skrá sig inn á Moodle með kennitölu og lykilorði sem nemendur fá sent í upphafi annar.

Hver áfangi hefur sína síðu á Moodle.  Á síðu hvers áfanga er kennsluáætlun, lesefni, glósur, verkefni, próf og fleira. Til að skrá sig í áfanga þarf innritunarlykil.  Upplýsingar um innritunarlykil fást hjá kennara eða fjarnam@fnv.is

Námið

Byrjið á því að lesa kennsluáætlun vel og útvega ykkur námsgögn. Fjarnám krefst mikils aga hjá nemendum.  Gerðar eru sömu kröfur til þeirra og annarra nemenda.  Verkefni eru tíð.  Áfangar geta verið með eða án lokaprófs.  Kynnið ykkur námsmat í kennsluáætlun.

Lokapróf

Nemendur í fjarnámi geta sótt um að taka lokapróf utan Sauðárkróks.  Slíkar óskir skal senda til fjarnam@fnv.is og verða þær að berast a.m.k. 3 vikum fyrir prófdag.