Vökvatækni 1
Einingafjöldi: 3
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Nemendur læri að þekkja alla hluta vökvakerfa og hlutverk þeirra. Farið verður í að lesa vökvakerfisteikningar og umgengnisreglur fyrir vökvakerfi.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- táknum og teiknistöðlum vökvakerfa
- helstu stálrörum sem notuð eru í vökvalagnir
- síum og hreinsibúnað
- vökvaslöngum festingum og tengjum
- þeim vökvum sem aðallega eru notaðir í vökvakerfum
- mikilvægi lofttæmingar í vökvakerfum
- umhverfisáhrifum vökva, förgun og endurvinnslu
- mikilvægi hreinlætis við umgengni vökvakerfa
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með tákn og teikningar
- velja stálrör fyrir vökvakerfi
- meta grófleita á vökvasíum
- komast hjá loftmyndum í vökvakerfum
- gæta hreinlætis við vökvakerfi
- umgangast vökvakerfi
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- lesa einfaldar vökvakerfislagnir
- leggja að og frá vökvageymi og meta stærðarþörf geymis
- beygja, tengja, setja saman og festa upp rör
- reikna streymishraða í vökvakerfum
- meta orkutap í kerfum
- nota handbækur
Nánari upplýsingar á námskrá.is