RÖKR3AB03 - Rökrásir 2

Rökrásir 2

Einingafjöldi: 3
Þrep: 3
Forkröfur: RÖKR2AA03
Í áfanganum er fjallað um stærri iðntölvur og eiginleika þeirra. Einnig helstu gerðir íhluta iðntölvustýringa og forritun þeirra. Nemendur fá kennslu og þjálfun í forritun iðntölva og notkun ýmissa hjálpartækja við slíka forritun, svo sem forritunartækja, PC-tölva og flæðimynda. Þá fá nemendur æfingu í að tengja ytri búnað við iðntölvu. Nemendur kynnast notkun aðgerðarskjáa, regla (P, PI og PID) og skynjara (hliðræna og stafræna). Farið er í reikniaðgerðir, skiftiregistur og teljara.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • minnisgerðum iðntölva og eiginleikum þeirra, vinnsluhraða og vinnsluferli iðntölva
  • öllum helstu skipunum stafrænnar virkni og einfaldrar hliðrænnar virkni
  • möguleikum samtengingu iðntölva með gagnabrautum
  • staðlinum en61131 og notkun hans
  • aðgerðaskjám og notkun þeirra
  • notkun skynjara, regla og reikniaðgerða

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota iðntölvu til að stjórna tækjum og búnaði
  • teikna upp myndir og kalla fram raunverulega atburði, magn, hita, stöðu o.fl. frá iðntölvu

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • forrita iðntölvu í formi laddermynda, skipanalista og virkniblokka, breytt stýrimyndum segulliða- og rafeindastýringa í iðntölvuforriti með forritunartæki og pc-tölvu
  • skrifa flæðirit fyrir stýringar og forritað iðntölvu samkvæmt því
  • tengja iðntölvu við ytri búnað
  • vinna með hliðræn (analog) og stafræn (digital) merki
Nánari upplýsingar á námskrá.is