SÝKL2SS05(FÁ) - Sýklafræði

smitgát, smitsjúkdómar, sýklar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum er fjallað um mismunandi tegundir og sérkenni sýkla. Fjallað er um byggingu sýkla, umhverfisþætti er móta útbreiðslu sýkla, smitleiðir og helstu flokka smitsjúkdóma. Farið er í grundvallaratriði í sértækum og almennum vörnum líkamans gegn sýklum og fjallað um hlutverk ónæmiskerfisins. Sýklalyf fá nokkra umfjöllun. Fjallað er um smitgát og reglugerðir um smitvarnir. Farið er í grunnþjálfun við meðferð og ræktun sýkla í tilraunastofu og skýrslugerð.

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • sögu og þróun sýklafræðinnar
 • mismunandi tegundum sýkla og sérkennum þeirra
 • helstu flokkum smitsjúkdóma
 • mismunandi aðferðum við ræktun og greiningu sýkla
 • helstu smitleiðum og eðli smitkeðju
 • aðferðum við dauð- og sótthreinsun og takmörkunum þeirra
 • helstu flokkum sýklalyfja, sérhæfðra og ósérhæfðra og verkun þeirra
 • grundvallaratriðum í hlutverki ónæmiskerfisins og helstu afleiðingum ónæmisröskunar
 • mismunandi tegundum bóluefna og verkun þeirra
 • almennum reglum og vinnubrögðum um smitgát, smitvarnir og mikilvægi handþvottar

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • nota algeng fræðileg hugtök sem tengjast efni áfangans
 • tengja mismunandi umhverfisaðstæður sem við útbreiðslu smitsjúkdóma
 • þvo sér um hendur á réttan hátt
 • gera skýrslur

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • útskýra löskunaráhrif sýkla á mannslíkama
 • útskýra mismunandi smithæfni sýkla
 • útskýra smitgát og varnir í tengslum við smitsjúkdóma
 • forgangsraða og nýta þekkingu sína í sýklafræði í sérhæfðu starfi
 • miðla þekkingu um sýkla í leik og starfi á fjölbreyttan og jákvæðan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is